Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
8 þúsund áhorfendur verða á Stockhorn-leikvangnum í Thun í kvöld, þar sem íslenska kvennalandsliðið lýkur vegferð sinni á EM.
Ísland er úr leik eftir töp gegn Finnlandi og Sviss en spilar upp á stoltið gegn Noregi í kvöld. Þrátt fyrir stöðuna verða um 1500 íslenskir áhorfendur.
Til samanburðar verða aðeins 650 norskir og má því búast við að Íslendingar taki yfir stúkuna í kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.