Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins láta slæmt gengi ekki á sig fá og voru farnir að fjölmenna í miðborg Thun í kringum Fan Zone löngu fyrir lokaleik okkar á EM gegn Noregi í kvöld.
Ísland er úr leik á mótinu eftir tap gegn Finnlandi og Sviss og spilar því upp á fátt annað en stoltið í kvöld. Stuðningsmenn Íslands halda þó áfram að fjölmenna á völlinn og verða 1500 á staðnum í kvöld, næstum þrefalt fleiri en Norðemenn.
Undirritaður rölti niður í bæ um sex tímum fyrir leik fyrr í dag og mátti sjá hundruði Íslendinga saman komna. Hér að neðan er myndband úr Fan Zone í dag.