Íslenska kvennalandsliðið endar EM í Sviss án þess að vinna leik en liðið spilaði við Noreg nú í kvöld.
Ísland var úr leik fyrir viðureign kvöldsins eftir tap gegn Finnlandi í fyrstu umferð og svo gegn Sviss í þeirri annarri.
Ísland skoraði þrjú mörk í leik kvöldsins sem dugði ekki til en Noregur skoraði fögur og endar riðilinn með fullt hús stiga.
Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir ræddi við blaðamenn eftir leik og hafði þetta að segja.
,,Þetta eru ekkert eðlilega mikil vonbrigði og það er mjög erfitt að ná ekki að fá einn góðan sigur sem við getum fagnað saman inni í klefa sem lið,“ sagði Glódís.
,,Upplifunin á vellinum var að það slitnaði á milli okkar og það verða gríðarleg pláss sem þær eru góðar í að finna sér og sérstaklega leikmaður númer 18.“
,,Við leyfum þeim að stjórna leiknum og vera með boltann, það allt í góðu að þær séu með boltann en við leyfum þeim að stjórna og erum að elta. Við erum ekki að tengja saman varnarleikinn okkar.“
Glódís fór ítarlega yfir leikinn í viðtalinu hér fyrir neðan.