fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Eysteinn framkvæmdastjóri: Jákvæður en niðurstaðan vissulega vonbrigði – „Það er eitthvað sem við förum yfir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, er bjartsýnn fyrir leik kvöldsins gegn Noregi. Hann segir þó að sú staðreynd að íslenska kvennalandsliðið sé á leið heim að honum loknum sé vitaskuld vonbrigði.

„Ég er mjög vel stemmdur og held að þetta fari bara vel í kvöld. Ég hef trú á því að stelpurnar leggi allt í söluna og eigum við ekki bara að spá íslenskum sigri? Það er alltaf mikilvægt að taka eitthvað með sér inn í næstu keppni og ég veit það fyrir víst að stelpurnar og þjálfarateymið er staðráðin í að gera sitt besta og vonandi skilar það sér í sigri,“ sagði Eysteinn við 433.is í Thun í dag.

Ísland hefur hingað til tapað gegn Finnlandi og Sviss á því sem fyrr segir ekki möguleika á að komast áfram, þrátt fyrir sigur í kvöld.

„Við erum auðvitað með fólk í því að gera og græja en eins og hefur komið fram hefðum við viljað vera með sigur á bakinu fyrir þennan leik til að eiga einhvern möguleika. En fyrsti leikurinn var ekki nægilega góður. Mér fannst við betri gegn Svisslendingum framan af en mörk breyta leikjum og þetta er bara svona,“ sagði Eysteinn.

video
play-sharp-fill

„Við megum ekki gleyma því að við erum komin á þetta stórmót. Við erum með 16 bestu liðum Evrópu, vorum fyrst til að tryggja okkur hingað. En auðvitað hefðum við viljað gera betur og það er eitthvað sem við förum bara yfir.“

Eysteinn var ráðinn sem framkvæmdastjóri KSÍ fyrir rúmu ári síðan og er því á sínu fyrsta stórmóti í því starfi.

„Það er margt sem maður er að sjá og læra. Þetta eru forréttindi og ég er ótrúlega þakklátur hreyfingunni að fá tækifæri til að vera hér. Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum til að hjálpa til við undirbúninginn hér og starfsfólkið er að gera frábæra hluti.“

Vitðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Furðuleg umræða í Noregi fyrir leikinn gegn Íslandi

Furðuleg umræða í Noregi fyrir leikinn gegn Íslandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja
Hide picture