Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Íslenska kvennalandsliðið tapaði gegn hálfgerðu varaliði Noregs, 4-3, í lokaleik sínum á EM. Liðið fer því stigalaust af mótinu eftir að miklar væntingar höfðu verið gerðar til liðsins. Hér að neðan eru einkunnir leikmanna Íslands.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir – 5
Á sennilega að gera betur í fjórða marki Norðmanna, en gerði sitt annars nokkuð vel.
Guðrún Arnardóttir – 4
Ekki nógu örugg í stöðu vinstri bakvarðar. Hennar bestu mínútur á mótinu komu í miðverði.
Glódís Perla Viggósdóttir – 5
Allt í lagi frammistaða og skorar mark, en hluti af varnarlínu sem fær á sig fjögur mörk.
Ingibjörg Sigurðardóttir – 4
Átti furðuleg hlaup út úr vörninni og misheppnuð sending hennar átti stóran þátt í öðru marki Norðmanna.
Sædís Rún Heiðarsdóttir – 5
Gerði sitt nokkuð vel.
Hildur Antonsdóttir (58′) – 3
Sást afar lítið til hennar varnar- og sóknarlega.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (71′) – 3
Eins og á öllu mótinu kom allt of lítið út úr henni. Var í raun týnd. Mikil vonbrigði frá okkar hæfileikaríkasta leikmanni.
Alexandra Jóhannsdóttir – 6
Á stóran þátt í marki Íslands með því að ná að skalla boltann í átt að markinu eftir horn. Lítur kannski ekki of vel út í öðru marki Norðmanna en er enginn greiði gerður með misheppnaðri sendingu Ingibjargar úr vörninni. Líflegasti leikmaðurinn á dapri miðju Íslands.
Sveindís Jane Jónsdóttir – 7
Skoraði mark, lagði uppp, sýndi góð tilþrif og var almennt ógnandi. Okkar langhættulegasti leikmaður fram á við.
Sandra María Jessen (71′) – 4
Dugnaður og vinnusemi en ekki mikið meira um það að segja.
Katla Tryggvadóttir (58′) – 5
Þokkaleg innkoma í byrjunarliðið hjá þessum afar efnilega leikmanni. Nálægt því að skora mark.
Varamenn
Dagný Brynjarsdóttir (58′) – 5
Agla María Albertsdóttir (58′) – 5
Amanda Andradóttir (71′) – 5
Hlín Eiríksdóttir (71′) – 6
Aðrar spiluðu of lítið til að fá einkunn