Íslenska kvennalandsliðið endar EM í Sviss án þess að vinna leik en liðið spilaði við Noreg nú í kvöld.
Ísland var úr leik fyrir viðureign kvöldsins eftir tap gegn Finnlandi í fyrstu umferð og svo gegn Sviss í þeirri annarri.
Ísland skoraði þrjú mörk í leik kvöldsins sem dugði ekki til en Noregur skoraði fögur og endar riðilinn með fullt hús stiga.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Íslands, átti fínasta mót en hún ræddi við 433.is eftir leik kvöldsins.
,,Þetta er ótrúlega svekkjandi og mjög leiðinlegt en ég er stolt af liðinu að hafa haldið áfram og áfram,“ sagði Cecilía.
,,Við urðum opnar á köflum, við hleyptum þeim ekki í mörg færi en fáum samt fjögur mörk á okkur sem er ekki nógu gott.“