fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

433
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hiti í kringum kvennalandsliðið og sérstaklega þjálfara liðsins Þorstein Halldórsson en framtíð hans hefur verið til umræðu síðustu daga. Vonbrigðin á Evrópumótinu hafa sett þá umræðu af stað.

Þorsteinn var nokkuð heitt í hamsi á fréttamannafundi fyrir síðasta leik mótsins í dag. Var hann ósáttur með að rætt væri áfram um framtíð sína og að leikmenn hefðu verið spurðir álits.

Þorsteinn sagði dónalegt að ræða svona hluti daginn fyrir leik og bætti svo við. „Leikmenn stjórna því ekki hver er þjálfari. Svo er leikur eftir og það setur leikmanninn í óþægilega stöðu að vera að ræða þetta. Leikmaðurinn hefur ekkert um þetta að segja,“ sagði hann en liðið lýkur leik á EM gegn Noregi á morgun.

Meira:
Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Sagan segir annað:

Það er ekki ljóst hvort breyting hafi orðið innan KSÍ en hingað til hafa leikmenn kvennalandsliðsins haft mikið að segja um það hver þjálfar liðið og getað rekið þá úr starfi ef svo ber undir.

Þannig tóku leikmenn sig samann og báðu um að Sigurður Ragnar Eyjólfsson yrði ekki áfram með liðið árið 2013. Hann hafði þá stýrt liðinu á tvö stórmót í röð.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Sigurður hafði sleppt því að velja Eddu Garðarsdóttur í hópinn og fór það illa í marga, Sigurður hætti eftir Evrópumótið 2013 en liðið vann einn leik á því móti og er það enn í dag eini sigur liðsins á stórmóti.

Sigurði var boðið að vera áfram en KSÍ fékk bréf frá leikmönnum um að þeir ætli ekki að mæta í verkefni ef Sigurður yrði áfram.

Árið 2000 hætti Þórður Georg Lárusson með liðið en þá höfðu tíu leikmenn kvennalandsliðsins neitað að mæta í leik og sögðu Þórð hafa átt í óeðlilegum samskiptum við leikmenn.

Árið 2020 var svo Jón Þór Hauksson rekinn úr starf eftir að hann tryggði liðinu inn á Evrópumótið en hann hafði þá átt í samskiptum við leikmenn eftir leik þar sem áfengi var haft um hönd.

Var Jón Þór sagt upp í kjölfarið og voru leikmenn með í ráðum þar, sagan er því á þann veg að leikmenn liðsins hafa mikið um framtíð þjálfarans að segja.

Þorsteinn tók við liðinu af Jóni Þór og hefur stýrt því á tveimur stórmótum, samningur hans rennur ekki út strax og óvíst er hvort KSÍ muni skipta honum út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot