fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 14:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, aðalmarkvörður íslenska landsliðsins, segir markvarðatríó liðsins vera eins og best verður á kosið og samband þeirra sé gott.

Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir eru einnig markmenn Íslands en þurfa að láta sér það að góðu verða að sitja á bekknum og styðja við Cecilíu.

„Þetta er skrýtin staða því við erum allar þrjár að berjast um eina stöðu,“ sagði Cecilía á blaðamannafundi fyrir lokaleik Íslands á EM gegn Noregi á morgun.

„En við erum allar ótrúlega þakklátar fyrir að vera svona góðar vinkonur. Við erum með góðan markmannsþjálfara sem styður okkur  í öllu og við styðjum hvora aðra.

Eins og ég segi erum við allar góðar vinkonur og það er alls ekki algengt. Sá sem spilar finnur fyrir því,“ sagði hún enn fremur.

Ísland er þegar úr leik á mótinu eftir töp gegn Finnum og Sviss í fyrstu tveimur leikjum riðilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot