Samkvæmt Gianluca Di Marzio gæti Marcus Rashford bráðlega fengið þungt högg í magann frá forráðamönnum Barcelona.
Sóknarmaður Manchester United á sér þann draum að fara til Barcelona en sá draumur virðist fjarlægur.
Segir í fréttum í dag að Hansi Flick þjálfari Barcelona vilji frekar krækja í samherja Rashford hjá United.
Segir í fréttinni að Barcelona skoði nú þann möguleika að fá Alejandro Garnacho kantmann United.
Bæði Rashford og Garnacho eru til sölu í sumar en Ruben Amorim hefur ekki áhuga á að vinna með þeim.
Barcelona er hins vegar í vandræðum með peninga enn eitt árið og segir Di Marzio að Barcelona myndi vilja fá Garnacho á láni.