fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
433Sport

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

433
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal við Glódísi Perlu Viggósdóttur landsliðsfyrirliða eftir tapið gegn Sviss á EM um helgina vakti mikla athygli. Sagðist hún þar ekki geta fyrirgefið sér fyrir að hafa farið af velli gegn Finnum í fyrsta leik.

Ísland er úr leik eftir töp gegn Finnum og Sviss, en Glódís fór af velli í hálfleik í fyrri leiknum þar sem hún hafði verið fárveik og var ekki búin að ná sér.

„Hún segist ekki geta fyrirgefið sér að fara út af á móti Finnum. Ég held að flestir séu þakklátir fyrir að hún hafi gefið heilan hálfleik,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson í hlaðvarpi 433.is um EM.

„Ég held að leikmenn sem komu út til okkar í viðtöl eftir leikinn hafi bara verið í sjokki. Þú ætlar upp úr riðlinum og ert í léttasta riðlinum, tapar á móti Finnlandi, sem þú sást alls ekki fyrir þér. Svo ertu bara slegin niður á jörðina,“ sagði Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu.

„Ég held að þegar rykið er sest og hún horfir til baka sjái hún að það var bara sturlað að hún hafi náð að spila þennan hálfleik,“ sagði hann enn fremur.

Ísland á einn leik eftir á mótinu gegn Noregi. Það er ekkert undir í þeim leik nema stoltið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Benti á merkið í fögnuði í síðustu viku en er nú líklega að kveðja

Benti á merkið í fögnuði í síðustu viku en er nú líklega að kveðja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allt í rugli varðandi Jackson – Yfirmaðurinn tjáir sig um stöðuna

Allt í rugli varðandi Jackson – Yfirmaðurinn tjáir sig um stöðuna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Steindautt jafntefli í lokaleik dagsins

England: Steindautt jafntefli í lokaleik dagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Borga sex milljónir fyrir Hojlund í vetur

Borga sex milljónir fyrir Hojlund í vetur
433Sport
Í gær

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun
433Sport
Í gær

Hafa trú á því að Amorim segi af sér

Hafa trú á því að Amorim segi af sér
433Sport
Í gær

Fengu skítkast en svöruðu hressilega fyrir sig á samskiptamiðlum – Sjáðu færsluna

Fengu skítkast en svöruðu hressilega fyrir sig á samskiptamiðlum – Sjáðu færsluna
433Sport
Í gær

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall
433Sport
Í gær

Betri en Konate og myndi henta Liverpool fullkomlega

Betri en Konate og myndi henta Liverpool fullkomlega