Það er útlit fyrir það að Jonathan David sé á leið til Ítalíu en hann er samningslaus eftir dvöl hjá Lille.
David hafði ekki áhuga á að framlengja samning sinn í Frakklandi og hefur verið orðaður við Manchester United, Tottenham og Inter Milan.
Þessi 25 ára gamli sóknarmaður virðist vera búinn að finna sér nýtt heimili og verður það Juventus á Ítalíu.
David var duglegur að skora mörk fyrir Lille á sínum tíma þar en hann gerði alls 109 mörk í 232 leikjum.
Hann mun þurfa að berjast um framherjastöðuna við Randal Kolo Muani og Dusan Vlahovic næsta vetur.