Forráðamenn Juventus vilja kaup Jadon Sancho frá Manchester United og leita leiða til að ná samkomulagi um það.
Sagt er í dag að félagið sé byrjað að ræða við United um að taka leikmann í skiptum og eru þrír kostir sagðir á borðinu.
Juventus vill losna við Douglas Luiz, Dusan Vlahovic og Tim Weah segir Fabrizio Romano að United geti fengið einn af þeim í skiptum.
Douglas Luiz þekkir enska boltann vel en hann var hjá Aston Villa en var keyptur til Juventus fyrir ári síðan.
Vlahovic er framherji sem var eftirsóttur fyrir nokkrum árum en hefur ekki fundið flugið hjá Juventus.
United vill losna við Sancho en launapakki hans hefur verið að fæla félög frá.