fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 12:07

Frá Thun á dögunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Það er ekki yfir miklu að kvarta hér í Thun í Sviss, þar sem íslenska kvennalandsliðið hefur leik á EM á morgun er liðið mætir Finnum. Íslenskir fréttamenn hafa þó lýst vandræðum með skort á loftkælingum á hótelherbergjunum hér, en mikill hiti er í landinu.

„Hótelið stóðst ekki alveg væntingar. Og það er einhver lenska hér í Sviss að fólk trúir ekki á loftkælingu í herbergjum. Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar upp á hótelherbergi. Það er auðvitað skrýtið að maður sé að kvarta yfir því en loftið er ansi þungt og næturnar erfiðar,“ sagði Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður Sýnar og Vísis, í hlaðvarpi 433.is um EM í dag.

Á fínni hótelum virðast gestir einnig glíma við sama vanda, eins og landsliðskonur sögðu í samtali við fjölmiðlamenn í gær.

„Það er lítil vifta í mínu herbergi og staðan er sú að maður setur hana á náttborðið og svo blæs hún framan í mann alla nóttina. Og þetta er líka staðan hjá stelpunum á þeirra glæsihóteli,“ sagði Aron enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fékk upp í kok af andlegu ferðalagi eiginkonunnar og bað um skilnað

Fékk upp í kok af andlegu ferðalagi eiginkonunnar og bað um skilnað
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu
433Sport
Í gær

Frá Roma til Besiktas

Frá Roma til Besiktas