fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Gyokeres sagði takk, en nei takk

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 20. júní 2025 09:00

Gyokeres Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nokkuð ljóst að dramatíkin í kringum hugsanleg félagaskipti Viktor Gyokeres frá Sporting mun dragast eitthvað fram á sumarið, en nú hefur hann hafnað tilboði frá Ítalíu ef marka má miðla þar í landi.

Framherjinn eftirsótti fékk veglegt tilboð frá Juventus með boði um vikulaun upp á meira en 200 þúsund pund en kvaðst ekki hafa neinn áhuga á að spila í Serie A á þessum tímapunkti samkvæmt fréttunum.

Gyokeres vill fara í ensku úrvalsdeildina og er talið líklegast að hann fari til Arsenal. Talksport segir leikmanninn hafa tekið ákvörðun um að semja við Lundúnaliðið, frekar en til dæmis Manchester United sem einnig hefur áhuga.

Það virðist þó ekki ætla að verða auðvelt að landa Gyokeres í sumar. Leikmaðurinn er brjálaður út í félag sitt þar sem hann taldi sig mega fara fyrir um 60 milljónir punda í sumar. Sporting vill þó fá nær 80 milljónum punda.

Arsenal er í dauðaleit að framherja eftir vandræði með þá stöðu undanfarin tímabil. Benjamin Sesko hjá RB Leipzig hefur einnig verið nokkuð sterklega orðaður við félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun