fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Cecilía Rán á skemmtilegum lista í aðdraganda EM

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 20. júní 2025 11:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cecilía Rán Rúnarsdóttir er á lista ESPN yfir leikmenn 21 árs og yngri sem vert er að fylgjast með á EM í sumar.

EM í Sviss hefst eftir 12 daga og er fyrsti leikurinn milli Íslands og Finnlands. ESPN hitar upp fyrir mótið með þessari skemmtilegu umfjöllun og er Cecilía ein af aðeins fimm á listanum.

„Hún átti frábært tímabil á láni hjá Inter og var kosin besti markvörður Serie A eftir að hafa haldið hreinu í 10 leikjum af 23. Hún hjálpaði liði sínu að ná öðru sæti og þar með Evrópusæti,“ segir meðal annars í greininnni.

Aðrar á listanum eru Sydney Schertenleib í Sviss, Esmee Brugts í Hollandi, Ellen Wangerheim í Svíþjóð og Emilia Szymczak í Póllandi.

Cecilía, sem á að baki 19 A-landsleiki, var á láni hjá Inter frá Bayern Munchen á síðustu leiktíð en skiptir líklega endanlega yfir til ítalska félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun