fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Hú-ið fær nýja merkingu í ímyndarherferð Eimskips fyrir EM 2025

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 3. júní 2025 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í aðdraganda EM í knattspyrnu kvenna hefur Eimskip, einn af bakhjörlum KSÍ, sent frá sér nýja ímyndarauglýsingu sem vekur athygli fyrir óvæntan og áhrifaríkan endi þar sem víkingaklappið fær nýja merkingu. Með auglýsingunni vill félagið hvetja A landslið kvenna fyrir EM 2025 og um leið að styrkja ásýnd og sýnileika kvennaknattspyrnunnar. Þau markmið endurspegla einnig áherslur Eimskips í jafnréttismálum, eins og segir í tilkynningu.

HÚN í stað HÚH

Auglýsingin, sem ber yfirskriftina „Stelpurnar okkar – Örugg sending í höfn“, leikur sér að tengingum milli flutninga og fótbolta. Taktfast víkingaklappið og HÚH óma í gegnum myndbandið. En þegar íslenska kvennalandsliðið gengur út á nýja þjóðarleikvanginn, áhorfendur rísa á fætur og Tólfan leiðir stemninguna þá kemur hið óvænta í ljós: það sem virtist vera HÚH reynist vera HÚN, yfirlýsing til heiðurs stelpum og konum í knattspyrnu.

Frá hafnarbakka til þjóðarleikvangs

Í myndbandinu mætast heimar ungra stelpna í fótbolta, ungra kvenna á leið á völlinn, stuðningsfólks í gleði, og flutningar: skip Eimskips siglir inn fallegan fjörð og flutningabíll sést aka um íslenskt landslag og öll leiðin liggur að þjóðarleikvanginum þar sem stelpurnar okkar stíga á völlinn

„Við vildum fanga kraftinn, stoltið og þá samstöðu sem kvennalandsliðið kveikir í þjóðinni þegar það stígur á stóra sviðið. Þegar hugmyndin að auglýsingunni um að nota HÚN í stað HÚH kom þá stukkum við á hana. Hún speglaði okkar sýn og markvissar áherslur í jafnréttismálum, og við ákváðum að gera hana að veruleika“, segir Harpa Hödd Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs hjá Eimskip. Samstarf Eimskips og KSÍ hófst fyrr á árinu og nær til allra landsliða Íslands til ársloka 2027.

Harpa Hödd SigurðardóttirEm

„Við erum stolt af því að styðja við íslenska knattspyrnu bæði með flutningum fyrir nýjan þjóðarleikvang og í gegnum grasrótarstarf um allt land. Fátt skapar jafnsterka stemningu og samstöðu í þjóðarsálinni og þegar íslenskt landslið keppir á stórmóti. Innan Eimskips ríkir því spenna og eftirvænting að fylgjast með stelpunum okkar etja kappi á EM í Sviss í sumar,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips.

Vilhelm Már Þorsteinsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Van Dijk svarar Wayne Rooney og sakar hann um leti

Van Dijk svarar Wayne Rooney og sakar hann um leti
433Sport
Í gær

Sprakk loks út hjá Rúnari – Nefnir nokkur lykilatriði sem spiluðu inn í

Sprakk loks út hjá Rúnari – Nefnir nokkur lykilatriði sem spiluðu inn í
433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið