fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Hótaði slagsmálum og sá strax eftir þeirri ákvörðun: Var varaður við af vini sínum – ,,Hann tók mig hálstaki og hélt mér á lofti“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 3. júní 2025 21:30

Jimmy Bullard. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var svo sannarlega ekkert grín að mæta harðhausnum Duncan Ferguson sem er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Everton.

Ferguson er skoskur og var gríðarlega harður í horn að taka og mætti eitt sinn Jimmy Bullard er sá síðarnefndi lék með Wigan.

Bullard gerði mistök í leik árið 2006 gegn einmitt Everton er hann óskaði eftir því að fá að hitta Ferguson í leikmannagöngunum eftir lokaflautið.

Bullard var ósáttur með hegðun Ferguson á velli en hann hafði meitt Paul Scharner, liðsfélaga Bullard, inni í vítateig eftir hornspyrnu.

Það varð til þess að Bullard missti hausinn og í raun hótaði harðhausnum sem mætti síðar ber að ofan tilbúinn í slagsmál við búningsklefana.

,,David Moyes ákvað að skipta Ferguson inná þegar tíu mínútur voru eftir og þeir fengu horn. Við komum boltanum burt en það eina sem ég heyri er að miðvörðurinn okkar liggur eftir í grasinu,“ sagði Bullard.

,,Ferguson hleypur burt brosandi og ég áttaði mig um leið á að hann hefði gert eitthvað af sér. Ég horfi í kringum mig og sé Lee McCullough sem var Skoti í okkar liði og James McFadden sem er skoskur og spyr þá hvort allt sé í lagi.“

,,Ég ákvað að vaða í Duncan en passaði mig á sama tíma, hann hafði verið á vellinum í kannski fimm mínútur og tókst að fá rautt spjald.“

,,Hann gekk af velli og ég ákvað að hóta því að ég myndi sjá hann í leikmannagöngunum, að ég væri að bíða eftir honum.“

,,McCullough var ekki lengi að benda mér að ég hefði gert stór mistök – Duncan svaraði um leið og kallaði mig dverg og var svo mættur í göngin ber að ofa tilbúinn í slagsmál.“

,,Hann tók mig hálstaki og hélt mér á lofti en það var enginn á staðnum til að styðja við mig, þeir voru allir farnir inn í klefa!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea