fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Miður sín fyrir úrslitaleikinn í gær – ,,Auðvitað var það hrikalegt“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 29. maí 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reece James, fyrirliði Chelsea, var miður sín í gær er hans menn spiluðu við Real Betis í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar.

James fékk ekki að byrja þennan leik þar sem Chelsea vann 4-1 sigur en kom þó inná sem varamaður og stóð sig með prýði.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, ákvað af einhverjum ástæðum að bekkja James fyrir leikinn en hann er talinn einn mikilvægasti leikmaður liðsins.

James viðurkennir að hann hafi átt erfitt með þessa ákvörðun Maresca sem kom mörgum á óvart.

,,Auðvitað var það hrikalegt að komast að því að ég væri ekki í byrjunarliðinu í úrslitaleiknum,“ sagði James eftir leik.

,,Ég vil spila hvern einasta leik en þetta er ákvörðun þjálfarans. Um leið og hann tók þessa ákvörðun þá þurfti ég að sætta mig við hana og vera tilbúinn þegar kallið kom.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni