fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

England: Klárt hvaða lið spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili – Svona lítur taflan út

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. maí 2025 17:01

Chelsea fagnar marki á síðustu leiktíð. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst hvaða lið á Englandi munu spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili en lokaumferðinni lauk rétt í þessu.

Aston Villa og Nottingham Forest komast ekki í deild þeirra bestu þetta árið eftir tap í lokaumferðinni.

Villa tapaði 2-0 á Old Trafford gegn Manchester United og endar Newcastle í fimmta sæti þrátt fyrir óvænt tap gegn Everton heima.

Chelsea, Manchester City og Arsenal unnu sína leiki og enda í topp fjórum þetta tímabilið.

Chelsea vann Nottingham Forest 1-0 á útivelli, Arsenal vann Southampton 2-1 einnig á útivelli og City gerði það sama gegn Brighton með 2-0 sigri.

Nýkrýndir meistarar í Liverpool enduðu tímabilið með jafntefli á Anfield en Crystal Palace sótti gott stig í leik sem lauk 1-1.

Tottenham tapaði 4-1 heima gegn Brighton, Wolves og Brentford gerðu 1-1 jafntefli, Bournemouth vann Leicester 2-0 og West Ham heimsótti Ipswich og hafði betur 3-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth