Lið vikunnar í Meistaradeildinni hefur verið opinberað af UEFA, en seinni leikir undanúrslitanna fóru fram í vikunni.
Inter sló út Barcelona í mögnuðu einvígi. Fór það samanlagt 7-6 eftir gríðarlega dramatík og skilar sigurinn sér í fjórum leikmönnum Inter í liði vikunnar.
Barcelona á þrjá fulltrúa, enda sýndu margir leikmenn frábæra frammistöðu þrátt fyrir svekkjandi niðurstöðu.
Paris Saint-Germain, sem sló Arsenal úr leik með samanlögðum 3-1 sigri, á þá fjóra fulltrúa í liðinu en Skytturnar eru eina lið undanúrslitanna sem ekki eiga fulltrúa.