Leik Stjörnunnar og Fram hefur verið breytt skv. neðangreindu. Áhugavert er að breytingin á sér stað svona nálægt leiknum.
Besta deild karla Stjarnan – Fram
Var: Sunnudaginn 11. maí kl. 19.15 á Samsungvellinum
Verður: Laugardaginn 10. maí kl. 19.15 á Samsungvellinum
Þá hefur einnig átt sér stað breyting á leik í Bestu deild kvenna. Leiktíma hefur verið breytt á leik Tindastóls og Breiðabliks í Bestu deild kvenna á fimmtudag.
Breytingin er komin til vegna úrslitakeppni í körfubolta.
Besta deild kvenna Tindastóll – Breiðablik
Var: Fimmtudaginn 8. maí kl. 17.00 á Sauðárkróksvelli
Verður: Fimmtudaginn 8. maí kl. 16.30 á Sauðárkróksvelli