Mikael Nikulásson sérfræðingur Þungavigtarinnar og fyrrum þjálfari KFA ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara KR á föstudag.
Þar ræddu þeir um leik Breiðabliks og KR sem fram fór í Bestu deildinni í gær, leiknum lauk með 3-3 jafntefli þar sem gleðin var mikil.
Breiðablik komst í 2-0 áður en KR komst í 2-3 en Blikar jöfnuðu leikin í restina þar sem KR-ingar héldu áfram að sækja.
Skemmtilegur fótbolti KR er að gleðja stuðningsmenn KR en Mikael ólst upp sem KR-ingur. „Það eru 12-13 ár síðan ég hafði gaman af því að horfa á KR, það er mikið að gerast þarna núna,“ sagði Mikael í Þungavigtinni í dag.
Mikael spjallaði við Óskar á föstudag. „Ég talaði við Óskar í síma á föstudag og síðustu orð mín til hans voru að það væri helvíti gott að vinna þennan leik og ef liðið væri yfir í leiknum hvort það væri ekki hægt að þétta aðeins niður og taka stigin þrjú. Hann sagði bara nei um leið.“
Óskar ætlar sér að spila sóknarfótbolta sama hvað það kostar. „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki, svo fékk ég þetta í andlitið í gær. KR hefði unnið leikinn ef þeir hefðu þétt niður í gær.“