FH 3 – 0 Valur
1-0 Patrick Pedersen(’17, sjálfsmark)
2-0 Kristján Flóki Finnbogason(’30)
3-0 Dagur Traustason(’79)
FH vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í kvöld er liðið spilaði við Val á heimavelli sínum í Hafnarfirði.
Gengi FH hingað til hefur verið slakt og var liðið með aðeins eitt stig fyrir viðureign kvöldsins.
Heimaliðið gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur þar sem Patrick Pedersen skoraði sjálfsmark fyrir Valsmenn sem verður að teljast óvænt.
Valur er aðeins með sex stig eftir fyrstu fimm leikina og hefur unnið einn leik sem var gegn KA.