fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Telur ekki að leikurinn gegn Arsenal hafi áhrif

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 17:30

Carlo Ancelotti / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, telur ekki að leikurinnn annað kvöld gegn Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu muni hafa áhrif á framtíð hans hjá félaginu.

Real Madrid er með bakið upp við vegg fyrir seinni leikinn í spænsku höfuðborginni annað kvöld, en fyrri leikurinn í London tapaðist 3-0.

Það hefur mikið verið rætt og ritað um að sæti Ancelotti sé farið að hitna. Hefur hann þá verið orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá Brasilíu.

„Ég tel ekki að þessi leikur gegn Arsenal muni hafa áhrif á framtíð mína hjá Real Madrid,“ sagði Ítalinn hins vegar á blaðamannafundi í dag.

Ancelotti hefur að sjálfsögðu trú á að Real Madrid, sem er ríkjandi Evrópumeistari, geti komið til baka gegn Arsenal annað kvöld.

„Ég hlakka til morgundagsins. Við þurfum að vera yfirvegaðir. Þetta er ekki minn fyrsti stórleikur og vonandi ekki sá síðasti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lék fyrsta landsleikinn 17 ára gömul – „Þetta var algjör draumur“

Lék fyrsta landsleikinn 17 ára gömul – „Þetta var algjör draumur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur
433Sport
Í gær

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool