fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Solskjær fær mikið lof í fjölmiðlum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. febrúar 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær fer val af stað sem stjóri Besiktas í Tyrklandi og fær lof fyrir frammistöðuna það sem af er.

Frá því Solskjær tók við hefur Besiktas unnið fjóra af sex leikjum sínum og eina tapið kom gegn Twente í Evrópudeildinni. Um helgina vann liðið 2-1 sigur á Trabzonspor og er ánægja með Norðmanninn í Tyrklandi.

„Solskjær hefur tekist að endurvekja liðsandann hjá Besiktas. Líkamstjáning leikmanna er breytt og það sést hvað þeim langar að vinna leikina,“ segir til að mynda í einum miðlinum þar ytra.

„Solskjær er með virðingu stuðningsmanna í stúkunni, eitthvað sem Giovanni van Bronckhorst hafði ekki þegar hann var stjóri,“ segir þá í öðrum miðli.

Besiktas er í 5. sæti tyrknesku deildarinnar með 38 stig, 22 stigum á eftir toppliði Galatasaray en í baráttu um Evrópusæti.

Um er að ræða fyrsta stjórastarf Solskjær frá því hann var látinn fara frá Manchester United síðla árs 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“