fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Vakti athygli á athæfi Freys er hann var nýlentur í Noregi – „Þá er ólíklegt að menn fari að ydda blýantana strax“

433
Laugardaginn 18. janúar 2025 08:00

Freyr Alexandersson. Mynd: Brann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, var gestur Helga Fannars og Hrafnkels Freys í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is

Freyr Alexandersson tók á dögunum við sem þjálfari norska stórliðsins Brann. Um stórt starf er að ræða, en liðið hefur hafnað í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö tímabil.

video
play-sharp-fill

Freyr tók svo sinn fyrsta blaðamannafund í Noregi. Var hann vel sóttur og Freyr stóð sig vel.

„Hann byrjaði fundinn á að tala um grein sem var skrifuð um hann fyrr um daginn. Sagðist vilja hrósa þessari grein, hún hafi verið frábærlega skrifuð og heimavinnan góð. Hann spurði hver í salnum skrifaði þessa grein og hrósaði honum svo. Þarna er hann strax búinn að næla sér í velvild,“ sagði Helgi í þættinum.

„Hann kemur úr þessum skóla hjá Lars Lagerback og Heimi. Hann veit það að ef hann er með fjölmiðlana með þér í liði, þá er ólíklegt að menn fari að ydda blýantana strax,“ skaut Þorkell þá inn í.

Það liggur þó enginn vafi á því að Freyr er í pressumiklu starfi, sérstaklega ef hallar undan fæti.

„Norðmenn hafa ekkert verið hræddir við það í gegnum tíðina að láta menn fara,“ sagði Hrafnkell.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
Hide picture