fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Slot um Trent: ,,Kannski tengist það samningamálunum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. janúar 2025 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur skotið á þá sem hafa gagnrýnt bakvörðinn Trent Alexander-Arnold undanfarna daga.

Trent átti alls ekki góðan leik nýlega er Liverpool lék við Manchester United í deildinni en þeirri viðureign lauk með 2-2 jafntefli.

Enski landsliðsmaðurinn skoraði svo frábært mark í gær í 4-0 sigri á Accrington í enska bikarnum og átti nokkuð góðan leik.

Slot telur að samningamál Trent hafi mikið með stöðuna að gera en hann verður samningslaus í sumar og hefur ekki viljað krota undir nýjan samning hingað til.

,,Ég gæti talað um þetta mark í marga klukkutíma, ótrúlegt. Allir leikmenn í heiminum, fyrir utan nokkra, hafa átt slæma leiki og það er eðlilegt,“ sagði Slot.

,,Um leið og Trent á slæman leik þá eru allir með sína skoðun á málinu. Kannski tengist það samningamálunum. Ef það væri ekki staðan þá hefði fólk mögulega ekki brugðist við á sama hátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum