fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Með skýr skilaboð eftir tíðindin frá Old Trafford

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 11. janúar 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amad Diallo skrifaði í fyrradag undir nýjan langtímasamning við Manchester United. Er hann himinnlifandi með samninginn.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn liðsins, en Amad hefur verið einn af ljósu punktunum á þessari leiktíð. Fyrri samningur hans var að renna út eftir þessa leiktíð.

Áhugi var frá öðrum liðum en það var alltaf í forgangi hjá Amad að endurnýja samning sinn á Old Trafford.

„Ég vil vera hér í mörg, mörg ár til viðbótar, ekki bara þessi fimm ár heldur allt líf mitt jafnvel,“ segir Amad um nýjan samning.

Amad gekk í raðir United frá Atalanta árið 2021 en hefur síðan farið á lán til bæði Rangers og Sunderland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum