fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
433Sport

Gísli Freyr segir vont að búa til svona samfélag á Íslandi – „Þetta er ömurlegt þegar það gerist en það mótar okkur“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. september 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Freyr Valdórsson stjórnandi hlaðvarpsins Þjóðmál segir að það sé ekki gott að búa til samfélag þar sem úrslit í íþróttaleikjum skipti ekki máli.

Hann ræðir um þetta í hlaðvarpinu Ein pæling, hann segir það ekki gott þegar foreldrar eða þjálfarar segi að úrslit í leikjum skipti ekki máli.

Gísli talar af reynslu sem faðir. „Það er verra þegar foreldrar eða þjálfarar segja að það skipti ekki máli,“ segir Gísli.

„Ég hef keyrt heim af 200 fótboltamótum, krakkarnir eru mikið að ræða hvernig þetta fór. Það skiptir þá máli hvernig þetta fer, það er í fínu lagi.“

Hann segir það lærdóm fyrir lífið að læra að tapa, takast á við slíkt áfall enda sé lífið þannig að áföll muni eiga sér stað.

„Það er í góðu lagi að vera fúll ef þú tapar, ef þú ert fúll að tapa íþróttaleik. Þá er það bara gott, þú hefur gott af því að tapa. Þú hefur gott af því að mistakast, þú hefur gott af því að lenda í erfiðleikum.“

„Það er vont að við séum samfélag þar sem ekki má gera mistök, það eru þau sem móta okkur og gera okkur sterkari.“

Gísli heldur svo áfram. „Ég sem foreldri vill ekki að börnin lendi í fjárhagsáhyggjum, ástarsorg, sagt upp í starfi. Við höfum öll lent í þessu sem fullorðið fólk, þetta er ömurlegt þegar það gerist en það mótar okkur.“

Að endingu tekur Gísli dæmi um sjálfan sig þegar hann var aðstoðarmaður innanríkisráðherra og lak út minnisblaði í fjölmiðla.

„Ég gerði stór mistök fyrir tíu árum sem var landsþekkt, en þetta mótar þig og sterkari. Gerir þig færari að gera hlutina betur,“ segir Gísli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo
433Sport
Í gær

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp
433Sport
Í gær

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla
433Sport
Í gær

Jeppe til liðs við KA

Jeppe til liðs við KA
433Sport
Í gær

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann
433Sport
Í gær

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Balotelli að semja við fjórtánda félagið á ferlinum

Balotelli að semja við fjórtánda félagið á ferlinum
433Sport
Í gær

Kristján Hjörvar yfirgaf Akranes og samdi við Aftureldingu

Kristján Hjörvar yfirgaf Akranes og samdi við Aftureldingu