fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

England: 16 gul spjöld á loft er Chelsea vann Bournemouth – Sancho með flotta innkomu

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. september 2024 20:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bournemouth 0 – 1 Chelsea
0-1 Christopher Nkunku(’86)

Chelsea náði að kreista út sigur gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en lokaleikur laugardags var að klárast.

Chelsea var alls ekki að spila sinn besta leik og var Bournemouth meira ógnandi í fyrri hálfleiknum.

Bournemouth fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Evanilson steig á punktinn og klikkaði. Robert Sanchez gerði vel í marki Chelsea og varði.

Varamaðurinn Christopher Nkunku reyndist hetja Chelsea í leiknum en hann skoraði laglegt mark eftir góða sendingu Jadon Sancho.

Sancho kom til Chelsea frá Manchester United í sumarglugganum og stóð sig mjög vel eftir innkomu í hálfleik.

Mesta athygli vekur að Anthony Taylor, dómari leiksins, lyfti gula spjaldinu upp 16 sinnum í leiknum sem er í raun ótrúleg tölfræði.

Bæði Andoni Iraola og Enzo Maresca fengu gult spjald á hliðarlínunni en um er að ræða knattspyrnustjóra liðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikil ánægja með Hólmbert sem skrifar undir nýjan samning

Mikil ánægja með Hólmbert sem skrifar undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins
433Sport
Í gær

Guardiola útilokar sölu

Guardiola útilokar sölu
433Sport
Í gær

Veðbankar telja að Breiðablik þurfi að vinna kraftaverk annað kvöld

Veðbankar telja að Breiðablik þurfi að vinna kraftaverk annað kvöld