fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

England: 16 gul spjöld á loft er Chelsea vann Bournemouth – Sancho með flotta innkomu

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. september 2024 20:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bournemouth 0 – 1 Chelsea
0-1 Christopher Nkunku(’86)

Chelsea náði að kreista út sigur gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en lokaleikur laugardags var að klárast.

Chelsea var alls ekki að spila sinn besta leik og var Bournemouth meira ógnandi í fyrri hálfleiknum.

Bournemouth fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Evanilson steig á punktinn og klikkaði. Robert Sanchez gerði vel í marki Chelsea og varði.

Varamaðurinn Christopher Nkunku reyndist hetja Chelsea í leiknum en hann skoraði laglegt mark eftir góða sendingu Jadon Sancho.

Sancho kom til Chelsea frá Manchester United í sumarglugganum og stóð sig mjög vel eftir innkomu í hálfleik.

Mesta athygli vekur að Anthony Taylor, dómari leiksins, lyfti gula spjaldinu upp 16 sinnum í leiknum sem er í raun ótrúleg tölfræði.

Bæði Andoni Iraola og Enzo Maresca fengu gult spjald á hliðarlínunni en um er að ræða knattspyrnustjóra liðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við