fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Orri stelur fyrirsögnum enskra blaða eftir fréttir gærdagsins – Fjalla um eftirminnilegan leik á Seltjarnarnesi þar sem pabbi hans var þjálfari

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 26. ágúst 2024 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar og íslenska landsliðsins, er á allra vörum nú eftir að hann var orðaður við Manchester City í gær.

Orri, sem fagnar 20 ára afmæli sínu á fimmtudag, hefur slegið í gegn með FCK á leiktíðinni og er með 7 mörk í 11 leikjum. Hann hefur verið orðaður við fjölda liða í bestu deildum heims undanfarna daga.

Í gær sagði The Athletic frá því að City hefði augastað á honum. Félagið sér hann sem framherja til að styðja við Erling Braut Haaland eftir að Julian Alvarez fór til Atletico Madrid. Það kom þó einnig fram að það væri ekki víst hvort Englandsmeistararnir myndu reyna við Orra áður en þessum félagaskiptaglugga lokar. Félagið fylgist hins vegar með gangi mála.

Staðarmiðillinn Manchester Evening News birti grein um Orra nú í morgunsárið sem ber heitið: „Hver er Orri Óskarsson? 17 milljóna punda framherjinn sem Man City gæti fengið til að styðja við Erling Haaland.“

Þar er til að mynda komið inn á yngri ár Orra hjá Gróttu og þá staðreynd að hann hafi spilað fyrsta meistaraflokksleik sinn þar áður en hann náði 14 ára aldri. Var það árið 2018 í 2. deildinni. Þá var Óskar Hrafn Þorvaldsson, faðir Orra, þjálfari Gróttu og táningurinn skoraði einmitt tvö mörk í þessum fyrsta leik sínum.

Einnig er komið inn á uppgang Orra hjá FCK og að hann hafi þurft að vera þolinmóður eftir tækifærinu með aðalliðinu, þar sem hann átti svo gjörsamlega eftir að slá í gegn.

Sem fyrr segir er City ekki eina félagið sem hefur sýnt Orra áhuga. Í sömu frétt The Athletic í gær var til að mynda sagt frá því að Porto og Real Sociedad gerðu það einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Í gær

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist
433Sport
Í gær

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það