fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Sádarnir staðfesta komu Jóa Berg – Kynntur til leiks með skemmtilegu myndbandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. ágúst 2024 13:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sádiarabíska félagið Al-Orobah hefur staðfest komu landsliðsmannsins Jóhanns Berg Guðmundssonar til félagsins. Hann gerir eins árs samning.

Jóhann, sem er þaulreyndur landsliðsmaður Íslands, kemur frá Burnley í ensku B-deildinni. Hann yfirgaf félagið í vor en endursamdi til eins árs í sumar og ákvað að taka slaginn með liðinu í B-deildinni eftir fall úr úrvalsdeildinni. Svo kom hins vegar kallið frá Sádí og er Jóhann mættur þangað.

Meira
Nærmynd af nýju félagi Jóa Berg í Sádí – Spila nálægt eyðimörk og þjálfarinn kærði fyrrum vinnuveitanda sinn

Al-Orobah er nýliði í sádiarabísku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð eftir að hafa hafnað í öðru sæti B-deildarinnar í vor. Liðið hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum undanfarið og fékk til að mynda til sín Jean Michael Seri, fyrrum leikmann Fulham, Nice og fleiri liða, til liðs við sig í gær.

Jóhann hefur á ferlinum leikið með Charlton og AZ Alkmaar í atvinnumennsku, auk Burnley. Nú reynir hann fyrir sér á framandi slóðum.

Al-Orobah hefur einmitt leik í sádiarabísku deildinni í kvöld. Liðið heimsækir þá stórlið Al-Ahli, sem er með menn á borð við Riyad Mahrez, Roberto Firmino, Gabri Veiga og Edouard Mendy innanborðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hótel Íslands vel skreytt á meðan dvölinni stendur

Hótel Íslands vel skreytt á meðan dvölinni stendur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá