fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Telur að Liverpool verði ekki í topp fjórum

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 18:42

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane, goðsögn Manchester United, er viss um að Liverpool muni ekki enda í einu af fjórum efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar á komandi tímabili.

Arne Slot mun sjá um að þjálfa Liverpool í vetur en hann tók við af hinum skemmtilega Jurgen Klopp sem steig til hliðar í sumar.

Liverpool hefur ekki gert merkilega hluti á markaðnum í sumar og er Keane á því máli að liðið þurfi að semja við leikmenn og það sem fyrst.

Að mati Keane er leikmannahópur liðsins einfaldlega ekki nógu góður til að berjast um efstu fjögur sætin.

Það eru góðar líkur á að Liverpool styrki sig fyrir lok gluggans en liðið hefur enn rúmlega tvær vikur til að klára sín viðskipti.

,,Já ég held að Liverpool missi af lestinni, nema þeir kaupi nokkra leikmenn á næstu vikum,“ sagði Keane við Stick to Football.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Í gær

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Í gær

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu