fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Þrumuræða Óskars í beinni á RÚV fær fólk til að tala – „Þú verður bara að taka fokking handbremsuna og rífa hana af“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. júní 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að Óskar Hrafn Þorvaldsson hafi slegið í gegn á RÚV síðustu daga sem sérfræðingur ríkissjónvarpsins yfir Evrópumótinu í knattspyrnu.

Óskar er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og hann gerði það ekki í dag þegar hann fór yfir leik Englands og Danmerkur.

„Ef það er eitthvað lið sem átti að vinna þennan leik, þá voru það Danir. Og þó það hefði nú ekki bara verið nema til að sparka í rassgatið á Gareth Southgate.“ sagði Óskar á RÚV um þjálfara enska landsliðsins.

Enska landsliðið fann sig engan veginn í leik gegn Dönum á Evrópumótinu í knattspyrnu, leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Englendingar komust yfir í fyrri hálfleik með marki frá Harry Kane, óverðskuldað var það en Kyle Walker gerði vel í undirbúningi marksins. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik jafnaði Morten Hjulmand með frábæru marki. Hann skaut af 25 metra færi og boltinn í stöng og inn.

„Hvað átti Southgate að gera? Farðu bara úr að ofan eða eitthvað. Gerðu eitthvað! Sýndu að þú sért með lífsmarki. Hann er bara eins og 100 ára gamall prófessor í einhverjum háskóla,“ sagði Óskar í þrumuræðu sinni og hélt áfram.

„Það er ekkert þarna, engin ástríða eða neitt. Liðið hans er eiginlega eins leiðinlegt og hann lítur út fyrir að vera. Það er eins og þeim leiðist öllum. Það er eins og einhver sé að pína þá til að vera þarna. Ég skil þetta ekki. Þú verður bara að taka fokking handbremsuna og rífa hana af. Hættu þessu bulli,“ sagði Óskar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt
433Sport
Í gær

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði