fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Arnór Ingvi upplifir svikin loforð í Svíþjóð og vill burt – „Eitthvað sem ég sætti mig ekki við“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. júní 2024 10:30

Arnór og unnusta hans Andrea Röfn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Ingvi Traustason leikmaður IFK Norrköping vill burt frá félaginu. Hann segir svikin loforð helstu ástæðuna en félagið situr í fjórtánda sæti sænsku deildarinnar.

Þrátt fyrir lélega spilamennsku liðsins hefur Arnór Ingvi átt frábært tímabil og vill komast í sterkara lið.

„Ég hef ekki farið leynt með það að ég var opinn fyrir því í janúar, ég held þessu öllu opnu. Ég set standarinn hærra en það sem er verið að bjóða upp á núna,“ segir Arnór Ingvi í Chess after dark.

Arnór sem er lykilmaður í íslenska landsliðinu segist vilja meira og betra en það sem er í boði hjá IFK Norrköping í dag. „Ég er með miklu meiri markmið en þetta, ég vil miklu meira en þetta. Ég er á þeim aldri núna að gera það eða gleyma því.“

Arnór var spurður að því hvort hann væri að leitast eftir því að fara í peninga „move. „Það eru allar hurðir opnar.“

Getty Images

Arnór er með samning til ársins 2026. „Það getur orðið vesen en ég myndi samt segja að í dag, þá hefur allt sitt verð. Þegar þú ferð í viðræður þá kemst þú að því fljótt, það er ekki gott að vera með leikmann sem er óánægður.“

Arnór segist hafa samið við liðið fyrir tveimur árum og þá var talað um það að félagið ætlaði að vera í fremstu röð í Svíþjóð. „Ég er búinn að láta vita að þetta er eitthvað sem ég sætti mig ekki við, fleiri loforð sem hafa ekki staðist. Þetta hefur ekki fengið nógu vel.“

Arnór segist vilja komast á meginland Evrópu og segir möguleika vera í stöðunni. „Það er góður séns á Ítalíu, Þýskaland, meginlandið Evrópu er ég mest að hugsa út. Mér finnst ég hafa sýnt og sannað það að ég get spilað á hærra leveli en ég er að spila núna. Meginland Evrópu væri fráabært.“

„Ég og umboðsmaðurinn tölum saman reglulega og höldum góðu sambandi núna, það er mjög mikilvægt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Með rosalegt tilboð frá Sádí Arabíu á borðinu

Með rosalegt tilboð frá Sádí Arabíu á borðinu