fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

KA dæmt til að greiða Arnari tæpar ellefu milljónir auk dráttarvaxta

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. maí 2024 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA hefur verið dæmt til að greiða Arnari Grétarssyni fyrrum þjálfara liðsins tæpar 11 milljónir auk dráttarvaxta. Var dómurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands í dag.

Arnar stefndi KA á síðasta ári vegna þess að hann taldi sig eiga inni fjármuni hjá félaginu, tengdist það því að Arnar kom liðinu í Evrópu.

KA var ekki sammála mati Arnars og hans lögfræðings og vildi ekki ganga frá greiðslum, ákvað Arnar því að höfða mál gegn félaginu.

Fyrir dómi í dag var KA dæmt til að greiða Arnari um 8,8 milljón auk dráttarvaxta frá 5 nóvember á síðasta ári.

Þá þarf KA að greiða Arnari 2 milljónir króna í málskostnað en félagið getur áfrýjað þessum dómi til Landsréttar.

Arnar þjálfaði KA í tvö og hálft ár með góðum árangri og kom liðinu inn í Evrópukeppni en Hallgrímur Jónasson stýrði liðinu áfram í þriðju umferð en Arnar fær nú sinn bónus fyrir þátt sinn í þeirri vegferð.

Arnar hætti með KA fyrir um 18 mánuðum og tók við þjálfun Vals þar sem hann starfar enn í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum
433Sport
Í gær

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf