fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Segir að United hafi verið betra undir Solskjær – Ekki verið að byggja neitt upp

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. mars 2024 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United var betra lið undir Ole Gunnar Solskjær en undir stjórn Erik ten Hag – þetta segir Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal, Barcelona og Chelsea.

Ten Hag er talinn vera ansi valtur í sessi en gengi United á þessu tímabili og einnig frammistaðan hefur ekki heillað marga.

Hollendingurinn var ráðinn inn til að taka við af Solskjær en árangurinn hefur alls ekki batnað á undanförnum tveimur árum.

Fabregas telur að United hafi verið með ákveðið leikplan undir Solskjær en að staðan sé önnur undir Ten Hag.

,,Ég verð að viðurkenna að ég er ekki með tölfræðina á hreinu en undir Ole þá sýndu þeir góða frammistöðu í sumum stórleikjum,“ sagði Fabregas.

,,Þeir voru með eitthvað í uppbyggingu og voru með plan. Þú gast séð að planið var til staðar sem var að verjast vel og sækja hratt – það er það sem United er ekki með í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við