fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Tuchel hættir sem stjóri Bayern eftir tímabilið

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 09:31

Thomas Tuchel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel mun hætta sem knattspyrnustjóri Bayern Munchen eftir yfirstandandi tímabil. Sky í Þýskalandi greinir frá þessu og þurfa þessi tíðindi ekki endilega að koma á óvart.

Bayern hefur gengið illa undir stjórn Tuchel – að minnsta kosti í sögulegu samhengi – en liðið situr í 2. sæti þýsku deildarinnar átta stigum á eftir Bayer Leverkusen.

Bayern hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð og tapaði að auki fyrri leik sínum gegn Lazio í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku. Þá er liðið úr leik í þýska bikarnum.

Sky segir að um sé að ræða „sameiginlega ákvörðun“ og er reiknað með að Bayern muni tilkynna þetta formlega fljótlega.

Talið er að forráðamenn Bayern hafi áhuga á að fá Xabi Alonso, fyrrverandi leikmann félagsins, til að taka við af Tuchel en Alonso hefur gert frábæra hluti með Bayer Leverkusen á þessari leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum
433Sport
Í gær

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni
433Sport
Í gær

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla
433Sport
Í gær

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras
433Sport
Í gær

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reyna að snúa við hörmulegu gengi og eru með Kanadamann á blaði

Reyna að snúa við hörmulegu gengi og eru með Kanadamann á blaði