fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Víkingur fengið tilboð í Gísla Gottskálk – „Ekki alveg jafngóð og við teljum virði hans vera“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. desember 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, yfirmaður knattsspyrnumála hjá Víkingi, segir tilboð hafa borist í hinn geysilega efnilega Gísla Gottskálk Þórðarson. Þau séu þó töluvert frá því sem félagið vill fyrir kappann.

„Það er búið að senda tilboð í hann, það er ekkert launungarmál. Skiljanlega, hann er búinn að standa sig frábærlega,“ sagði Kári í samtali við 433.is í dag.

Gísli hefur sprungið út með Víkingi á leiktíðinni og staðið sig vel í Sambandsdeildinni, þar sem góðar líkur eru á að liðið komist áfram úr deildarkeppninni.

„Þessi tilboð eru ekki alveg jafngóð og við teljum virði hans vera svo það verður allavega ekki gengið að þeim eins og staðan er í dag. Það er nóg eftir af þessu, þetta byrjar ekkert almennilega fyrr en í janúar svo við erum bara rólegir,“ sagði Kári, sem vildi ekki fara út í hvaðan tilboðin væru.

Sem fyrr segir eru góðar líkur á að Víkingur fari áfram í útsláttarkeppni Sambansdeildarinnar og var Kári spurður að því hvort hann teldi líklegt að Gísli verði með þeim þar.

„Ég veit það ekki, það verður að koma í ljós. Þetta er samtal sem við eigum við Gísla og hans fólk líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu fallegt bréf Robertson til Diogo Jota – „Ég er þakklátur fyrir tímann sem þú gafst okkur“

Sjáðu fallegt bréf Robertson til Diogo Jota – „Ég er þakklátur fyrir tímann sem þú gafst okkur“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt
433Sport
Í gær

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Í gær

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“