Lárus Orri Sigurðsson fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu segir að KSÍ eigi að reka Age Hareide úr starfi í lok mánaðar þegar uppsagnarákvæði er í samningi hans.
Mikil umræða hefur átt sér stað um Hareide í starfi undanfarið og hvort KSÍ muni segja upp samningi hans.
Íslenska liðið fékk 4-1 skell gegn Wales í gær. „Ég held að það sé fínn tímapunktur núna að skipta um landsliðsþjálfara, hann kemur inn á erfiðum tíma en við eigum að þakka honum fyrir. Við eigum að finna einhvern sem er með kraft og ástríðu, sem hefur vantað frá honum,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í beinni á Stöð2 Sport í gær.
Lárus hefur verið í öllum útsendingum á Stöð2 Sport frá því að Hareide tók við. „Ég er búin að fylgjast vel með honum, hann er búin að vera í sextán leikjum og það eru fimm sigrar. Tveir á móti Svartfjallalandi, einn gegn Ísrael, einn gegn Bosníu og einn gegn Liechtenstein. Hann fékk tækifæri að komast á lokamót, einn á móti Ísrael þar sem þeir voru vægast slakir og henda frá sér. Svo förum við á móti Úkraínu, þeir líklega með betra lið en þar er hann með einn leik til að koma okkur á EM.“
„Svo getum við farið út í það sem mér finnst um hann, fundina sem hann heldur, hann er ekki á svæðinu, ég held að ef við tökum heildarpakkann. Þá er þetta fínn tími til að skipta, hann fékk frið til að vinna en við erum með spennandi lið í höndunum. Við þurfum ferskan mann inn.“
Lárus leggur til að Arner Gunnlaugsson taki við liðinu. „Ég myndi vilja sá Arnar taka við þessu.“
Lárus segir að Hareide eigi að vera meira á landinu. „Kostar 50 þúsund að fljúga honum heim, sýndu okkur virðingu að vera meira hérna. Hann mætir of seint á fjarfund þar sem hann er að tilkynna hópinn fyrir stærstu leikina á móti Ísrael og Úkraínu. Honum var frestað í tvígang, skipulegðu þig betur. Við þurfum meiri standard.“