Samkvæmt fréttum á Spáni er Arsenal byrjað að ræða við fólkið í kringum Arde Guler miðjumann Real Madrid.
Frá þessu segir Sport á Spáni en Guler er ósáttur við tækifæri sín á Santiago Bernabeu.
Forráðamenn Arsenal eru sagðir selja Guler að taka sama skref og Martin Odegaard tók til að fá tækifæri.
Odegaard var hjá Real Madrid áður en Arsenal keypti hann.
Guler er á sínu öðru tímabili hjá Real Madrid en hlutverk hans hefur ekkert orðið meira eins og vonir stóðu til um.
Guler er 19 ára gamall og er einn besti leikmaður Tyrklands í dag, svo gæti farið að Arsenal reyni að kaupa hann strax í janúar.