Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport á von á mjög erfiðum leik þegar Ísland heimsækir Wales í Þjóðadeild karla.
Guðmundur segir mikla jákvæðni vera í kringum Wales en heldur þó í jákvæðnina fyrir úrslitaleikinn.
„Við erum að fara í gríðarlega erfiðan leik og þeir hafa verið að ná góðum úrslitum eftir að Craig Bellamy tók við,“ sagði Guðmundur á K100 í dag.
Guðmundur er í Wales og mun lýsa leiknum á Stöð2 Sport þar sem leikurinn verður í opinni dagskrá.
„Hann var ekki þekktur fyrir að vera ljúfur sem leikmaður, hann er jákvæður og gaman að hlusta á hann tala. Það smitast inn í allt hér í Wales, það hrífast allir með.“
„Ég ætla alltaf að spá okkur sigri, við verðum að vinna leikinn. Eigum við ekki að segja 1-2.“