fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Freyr tekur símtalið ef KSÍ hringir en finnst umræðan um Hareide ósmekkleg – „Ég skulda þeim, þetta er stórkostlegt starf“

433
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 11:30

Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson þjálfari Kortrijk tæki upp tólið ef KSÍ hefði áhuga á samtalinu, honum finnst hins vegar umræðan um Age Hareide ósmekkleg.

Hareide er að undirbúa landsliðið fyrir mikilvægan landsleik í kvöld gegn Wales þar sem mikið er undir.

„Það er ekkert sem bendir til þess að þetta hafi verið síðasti leikur minn með Kortrijk, mér finnst satt best að segja. Ég hef orðið var við það, að mitt nafn og Arnars (Gunnlaugssonar) eru tengd við landsliðið. Ég ætla að leyfa mér að segja það, ég verð aldrei á þeim stall að ég muni ekki tala við KSÍ ef þeir vilja tala við mig. Ef þeir tala við mig, þeir fjárfestu í mér og gáfu mér tækifæri. Ég skulda þeim, þetta er stórkostlegt starf,“ sagði Freyr í Chess after Dark.

Hann segir hins vegar að Hareide eigi skilið vinnufrið. „Þessi umræða rétt fyrir landsleiki, það er klásúla hjá Age eins og komið hefur fram. Mér finnst umræðan ósanngjörn og ósmekkleg, þið fáið mig ekki til að svara hvort ég hafi áhuga.“

KSÍ mun fara yfir mál Hareide eftir leikinn í kvöld þegar uppsagnarákvæði í samningi hans verður virkt. „Það er stjórn KSÍ sem tekur þessa ákvörðun í samráði við Age Hareide, hann er búin að gera fína hluti. Ég veit ekki allt, ég hef engan áhuga á að svara því hvort ég hafi áhuga eða ekki.“

„Ég hef ekki heyrt eitt einasta orð frá KSÍ.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Til í að bjóða Diaz fimm ára samning

Til í að bjóða Diaz fimm ára samning
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allt í rugli hjá Beckham fjölskyldunni – Búinn að ‘blokka’ bræður sína á samskiptamiðlum

Allt í rugli hjá Beckham fjölskyldunni – Búinn að ‘blokka’ bræður sína á samskiptamiðlum
433Sport
Í gær

Gyokores sagður hafa opnað dyrnar fyrir Manchester United

Gyokores sagður hafa opnað dyrnar fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Segir Manchester United að selja strax – ,,Hann er hörmulegur“

Segir Manchester United að selja strax – ,,Hann er hörmulegur“
433Sport
Í gær

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans
433Sport
Í gær

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref
433Sport
Í gær

Aubameyang snýr líklega aftur

Aubameyang snýr líklega aftur