fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Kristófer ráðinn til starfa hjá Fylki

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. nóvember 2024 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Fylkis hefur ráðið Kristófer Sigurgeirsson sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla við hlið Árna Freys Guðnasonar þjálfara Fylkisliðsins. Auk þess að taka að sér starf aðstoðarþjálfara meistaraflokks mun Kristófer annast fleiri verkefni fyrir Knattspyrnudeild Fylkis, m.a. á sviði afreksþjálfunar.

Kristófer lék á sínum tíma 211 leiki í tveimur efstu deildum knattspyrnunnar þar sem hann skoraði 27 mörk. Flesta þessa leiki spilaði Kristófer undir merkjum uppeldisfélagsins Breiðabliks en auk þess lék hann með Fram og Fjölni. Kristófer sem er með KSÍ A próf, hefur víðtæka reynslu á sviði þjálfunar meistaraflokka, meðal annars hjá Breiðabliki en einnig sem þjálfari karlaliðs Leiknis R. í næst efstu deild. Á síðsta tímabili var Kristófer aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Víkings R. í Bestu deild.

Ragnar Páll Bjarnason, formaður Knattspyrnudeildar Fylkis: „Við erum mjög spennt fyrir ráðningu Kristófers, bæði fyrir því sem snýr beint að þjálfun meistaraflokks, ásamt Árna Frey, en einnig fyrir öðrum verkefnum eins og afreksstarfinu sem við höldum áfram að þróa hjá okkur. Við hjá Fylki munum áfram leggja áherslu á sterka umgjörð og framúrskarandi þjálfun og hlökkum til baráttunnar fram undan undir stjórn okkar nýja teymis“.

Kristófer Sigurgeirsson, nýráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis: „Aðstaðan hjá Fylki er til fyrirmyndar og það er mikill efniviður til staðar í Árbænum. Það er líka mikill stuðningur við liðið frá Árbæingum sem gerir það alltaf skemmtilegra að mæta á völlinn. Á þessum öfluga grunni Fylkismanna og markvissri stefnu munum við byggja og koma okkur fljótt aftur í röð þeirra bestu. Þá hlakka ég mikið til þess að starfa með Árna Frey og teyminu í kringum liðið og öllu því drífandi fólki sem kemur að knattspyrnunni hér dags daglega. Það eru krefjandi verkefni í vændum fyrir Árbæinga á komandi tímabilum og gott að sjá að stefnan er sett hátt hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar