fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Borgaði 25 milljónir fyrir kvöldstund með Diddy sem lofaði fallegum konum – Eiginkonan bannaði honum svo að mæta

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. október 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 18 árum síðan borgaði Wayne Rooney fyrrum fyrirliði Manchester United 25 milljónir á góðgerðarkvöldi. Fyrir peninginn átti Rooney að fá að skemmta sér með P. Diddy í eina kvöldstund.

Rooney átti að mæta til New York til að skemmta sér með Diddy sem hefur nú verið afhjúpaður sem algjör hrotti.

Diddi var þekktur fyrir að halda villt og tryllt partý sem voru vinsæl hjá stjörnunum. Rapparinn er sem stendur í gæsluvarðhaldi sakaður um að kynferðisbrot, mansal og kynlífsþrælkun. Hingað til hafa fjöldi kvenna stigið fram og sakað hann um brot gegn sér en Diddy er eins sagður hafa þvingað konur og kynlífsverkafólk til að taka þátt í kynsvalli sem hann hélt fyrir nafntogaða einstaklinga. Hann tók svo myndbönd af orgíunum og jafnvel notað til að kúga fólk.

Meðal annars halda saksóknarar því fram að hann hafi gengið svo nærri kynlífsverkafólkinu og gestum í kynsvallinu að fólk þurfti að fá næringu í æð eftir fíkniefnaneyslu, vökvatap og örmögnun.

Rooney yfirbauð ýmsa aðila og greiddi 150 þúsund pund. Rooney mætti hins vegar aldrei í gleðskapinn með Diddy. „Þetta verður stanslaust partý með fullt af fallegum konum,“ sagði Diddy eftir að Rooney reif fram veskið.

Diddy var seinna spurður hvort Rooney hefði mætt. „Nei, eiginkonan hans bannaði honum það. Ég er ekki að grínast, ég skil ekki af hverju,“ sagði Diddy.

Myndband af þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Halldór segir frá því hvers vegna hann tók ekki símann eftir brottreksturinn

Halldór segir frá því hvers vegna hann tók ekki símann eftir brottreksturinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjórinn undir pressu og tvö áhugaverð nöfn á blaði

Stjórinn undir pressu og tvö áhugaverð nöfn á blaði