Brentford tókst að leggja lið Sheffield Wednesday í kvöld en leikið var í enska deildabikarnum.
Venjulegum leiktíma lauk með 1-1 jafntefli en Brentford hafði að lokum í vítaspyrnukeppni og fer áfram.
Hákon Rafn Valdimarsson er leikmaður Brentford en hann sat á bekknum í viðureigninni eftir að hafa fengið að spila í sömu keppni fyrr á árinu.
Southampton mætti Stoke á sama tíma í hörkuleik en fimm mörk voru skoruð á St. Mary’s vellinum.
Stoke lenti 2-0 undir í þessum leik en kom til baka og tókst að jafna leikinn í 2-2.
Bree tryggði Southampton hins vegar sigur í leiknum en hann kom boltanum í netið á 88. mínútu í 3-2 sigri.
Southampton var 80 prósent með boltann í leiknum og var mun sterkari aðilinn og fer líklega verðskuldað áfram í næstu umferð.