fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Undrabarnið kom sér í vandræði í annað sinn – Langt undir lögaldri en sést á skemmtistöðum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. október 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undrabarn Chelsea, Kendry Paez, virðist vera mikill vandræðagemsi en hann hefur nú verið varaður við af ekvadorska knattspyrnusambandinu.

Paez fékk viðvörun fyrr á þessu ári eftir að hafa sést á skemmtistað í landsliðsverkefni en hann er aðeins 17 ára gamall.

Það atvik átti sér stað í Bandaríkjunum í mars á árinu og þótti sérstaklega alvarlegt þar sem Paez er langt frá því að vera löglegur inni á skemmtistöðum.

Þrátt fyrir viðvörunina þá er Paez kominn í klípu á ný en hann sást á skemmtistað fyrir helgi stuttu áður en Ekvador hefur leiki í undankeppni HM.

Strákurinn á að baki 15 landsleiki fyrir aðallið Ekvador en hann mun ganga í raðir Chelsea í júlí á næsta ári.

Um er að ræða gríðarlega efnilegan strák sem varð yngsti leikmaður í sögu Suður-Ameríku til að skora í undankeppni HM í fyrra aðeins 16 ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“