fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Júlíus Magnússon kallaður inn í íslenska landsliðshópinn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. október 2024 11:41

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Júlíus Magnússon miðjumaður Fredrikstad í Noregi hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Wales og Tyrklandi.

Hópurinn kemur saman á mánudag.

Júlíus kemur inn sökum þess að Aron Einar Gunnarsson gat ekki gefið kost á sér vegna smávægilegra meiðsla.

Aron samdi við Al-Gharafa í Katar á dögunum. Aron lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa á þriðjudag í Meistaradeildinni í Asíu en þar meiddist hann lítillega.

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands hafði ætlað að velja Aron í hópinn fyrir leiki gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni.

Á fréttamannafundi í fyrradag sagði Hareide að Aron væri á leið í myndatöku og það færi eftir því hvað kæmi úr henni hvort Aron kæmi inn í hópinn.

Aron staðfesti í samtali við 433.is að hann sé lítillega tognaður aftan í læri og verði frá í tvær vikur. Hann komi því ekki inn í hópinn eins og vonir stóðu til um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl