fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Sagði besta vini sínum að fara til fjandans eftir þessa tillögu

Victor Pálsson
Mánudaginn 30. september 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom aldrei til greina fyrir knattspyrnugoðsögnina Dimitar Berbatov að semja við Manchester City árið 2008.

Berbatov greinir sjálfur frá en hann endaði á að skrifa undir hjá Manchester United og skoraði þar 56 mörk í 149 leikjum.

City hafði áhuga á að semja við búlgarska landsliðsmanninn sem hló að því tilboði og sagði umboðsmanni sínum að taka tilboði United um leið.

Berbatov var leikmaður Tottenham á þessum tíma og hafði vakið athygli margra liða bæði á Englandi og erlendis.

,,Þeir vildu semja við mig á lokadegi félagaskiptagluggans,“ sagði Berbatov í viðtali við Telegraph en umboðsmaður hans var hans besti vinur á þessum tíma.

,,Ég sagði umboðsmanninum að fara til fjandans, við erum á leið til United. Ég horfði í söguna, leikmennina, þjálfarana og treyjuna.“

,,Ég efaðist aldrei um það að Old Trafford væri réttur áfangastaður fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth