fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Íslendingurinn áberandi í umræðunni hjá erlendum netverjum – „Bank, bank“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 20:30

Hákon Rafn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Rafn Valdimarsson, landsliðsmarkvörður Íslands, spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir enska úrvalsdeildarliðið Brentford í gær. Hann gerði vel svo eftir því var tekið.

Liðið heimsótti þá Colchester í enska deildabikarnum. Hákon hélt hreinu og varði víti í 0-1 sigri Lundúnaliðsins. Hákon var mikið í umræðunni á meðal stuðningsmanna Brentford erlendis á samfélagsmiðlum eftir leikinn í gær.

Meira
Sjáðu vítavörslu Hákonar í enska deildabikarnum

„Mögnuð frammistaða hjá Hákoni,“ skrifaði einn netverji. „Valdimarsson þú ert einstakur,“ skrifaði annar og fleiri tóku í sama streng. „Flottur fyrsti leikur hjá Hákoni. Hélt hreinu og varði víti.“

Einhverjir voru þá á því að Hákon ætti að fá traustið fram yfir Mark Flekken, sem er aðalmarkvörður Brentford og spilar leiki liðsins í úrvalsdeildinni sem stendur.

„Valdimarsson varði víti og hélt hreinu. Bank, bank Flekken,“ skrifaði einn. „Ég tæki Valdimarsson fram yfir Flekken,“ skrifaði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern